23.04.2008
Ágæt þátttaka er í Kaldbaksferðina sem fyrirhuguð er með Kaldbaksferðum á sunnudaginn að loknum Andrésarleikum. Farið verður frá Grenivík sunnudaginn 27. apríl kl. 10:00. Fjöldi farþega sem komast með í ferðina er 52. Nú er upplagt tækifæri til þess að gera góða fjölskyldferð og skemmta sér saman í frábærri ferð á Kaldbak. Allir velkomnir - ekki bara þeir sem eru í skíðafélaginu eða á Andrésarleikunum! Það er líka hægt að koma með þótt þú sért ekki skíðandi. Upplýsingar um verð, myndir ofl. á heimasíðu Kaldbaksferða,http://kaldbaksferdir.com.
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina, vinsamlegast hafið samband við Bjarna Gunn sem fyrst með tölvupósti bjarnigunn@hive.is og skráið nafn forráðamanns og fjölda þátttakenda (börn/fullorðnir). Vonandi sjáumst við hress og kát (og sigurreif) í góðu veðri á Kaldbaki að loknum Andrésarleikum.