28.04.2007
Fyrirhuguð er ferð á Kaldbak í fyrramálið, öllum velkomið að koma með. Við ætlum okkur að fara af stað frá Grenivík kl. 11:00 en það gæti breyst í kl. 10:00 ef Kaldbaksferðir bóka annan hóp sem þarf upp kl. 13:00. Áhugasamir láti Bjarna og Heiðu vita í síma 896-3133 eða 865-8391 eða í tölvupósti á kas@hive.is. Við setjum svo nýjustu upplýsingar, t.d. staðfestingu á tímasetningu, inn á síðuna hér seint í kvöld.
Verð á Kaldbak er kr. 3.500 fyrir fullorðna, 1,500 fyrir grunnskólaaldur. Hægt er að fara hvort sem er á skíðum eða með troðaranum báðar leiðir. Það tekur rúmlega 1 klst að aka til Grenivíkur...gott væri að heyra hvort menn hafa laus pláss ef einhverja vantar far.
Hlökkum til að heyra í ykkur, kv. Heiða og Bjarni.