Kaldbaksferð stendur- ath. verð

Kaldbaksferðin stendur í fyrramálið, við ætlum að hittast við Olís kl. 09:15 þ.e. þeir sem það vilja og vera samferða. Brottför frá Grenivík kl. 11:00. Eitt ber að nefna; það varð misskilningur með verðið, fullorðinsgjald greiða þeir sem eru 13 ára og eldri, 6 - 12 ára greiða kr. 1.500. Undirritaður biðst afsökunar á þessu. Það er góður hópur sem hefur meldað sig en það er ekkert mál að mæta og fara með ef menn vilja. Ef einhverjir hafa laus pláss í bílum væri gott að vita af því ef menn vilja taka auka farþega. Sjáumst gríðarlega hress í blíðunni í fyrramálið. Kv. Bjarni og Heiða.