Kaldbaksferðin var frábær!

Það voru 25 ferðalangar sem fóru á Kaldbak í dag, bæði börn og fullorðnir. Sá yngsti 5 ára og brunaði niður hlíðarnar sem ekkert væri! Við fengum ótrúlegt veður og litlu munaði að það þyrfti súrefnisgrímur á hópinn er toppnum var náð, slíkur var hitinn á leiðinni upp. Vel gekk að skíða niður þrátt fyrir erfitt færi á köflum og nokkrar byltur! Ferðin tók rúma 2,5 klst og það voru ánægðir og glaðir ferðalangar sem komu heim að lokinni ferð. Við kunnum Bjössa hjá Kaldbaksferðum bestu þakkir fyrir frábæra ferð og einnig þakka undirrituð samferðafólkinu fyrir magnaðan dag. Myndir frá ferðinni má sjá á myndasíðunni. Bjarni og Heiða.