Kári og Snorri komnir til Noregs

Kári Brynjólfsson og Snorri Páll Guðbjörnsson eru komnir til Noregs, en þar verða þeir við æfingar og keppni næstu daga. Eru þeir félagar þarna á ferð með öðrum af afreksbraut Skíðafélags Akureyrar og einnig sem meðlimir í unglingaliði Skíðasambands Íslands. Fyrsta mót þeirra félaga var um helgina í Norejfell. Fyrri daginn hafnaði Snorri í 54. sæti og uppskar 118,51 punkt en náði ekki að klára seinni daginn. Kári skilaði sér niður hvorugan daginn. Við munum fylgjast með þeim félögum á meðan þeir eru í Noregi og flytja fréttir af þeim hér á síðunni. BJV