Karlalandsliðið í alpagreinum keppti í Sviss í dag

Í dag var svigmót í St. Moritz í Sviss þar sem þeir Björgvin Björgvinsson, Sindri Már Pálsson, Kristján Uni Óskarsson og Kristinn Ingi Valsson kepptu. Engum þeirra tókst að ljúka keppni, nánar hér. Þannig fór reyndar fyrir fleirum á mótinu, því að aðeins 36 luku keppni, en alls voru um 150 manns skráðir til keppninnar. Björgvin keppti í stórsvigi í Laax í Sviss í gær og fyrradag og stóð sig vel fyrri daginn, náði 9. sæti (30 punktar), en hlekktist á í seinni ferð síðari daginn.