Kaup á öryggisbúnaði.

Á stjórnar fundi Skíðafélags Dalvíkur 18.november síðastliðin var ákveðið að verja þeim peningum sem Dalvíkurbyggð gaf félaginu í 30 ára afmælisgjöf til kaupa á öryggisbúnaði á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Og meira af öryggismálum en í haust ákváðu skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði að kaupa saman öryggisnet til mótahalds. Þetta eru B net sem er orðin skylda að til séu á öllum skíðasvæðum sem halda alþjóðleg mót, FIS mót. Það kom vel í ljós í vor þegar FIS mótin voru haldin samhliða Skíðamóti Íslands sem haldið var á Dalvík og á Ólafsfirði þegar eftirlitsmaður mótsins fór fram á að notuð yrðu B net við mótahaldið.