KEA styrkir Skíðafélag Dalvíkur

Í síðustu viku veitti KEA styrki úr menningar og viðurkenningarsjóði sínum. Skíðafélag Dalvíkur fékk styrk til búnaðarkaupa fyrir börn og unglinga upp á 200.000 krónur. KEA hefur í mörg ár stutt myndarlega við starf Skíðafélags Dalvíkur en þar má nefna uppsetningu snjókerfisins, snjóframleiðsluna og mótahald. Skíðafélag Dalvíkur þakkar KEA fyrir stuðninginn.