27.01.2010
Kempumót Striksins í Hlíðarfjalli 6. mars 2010.
Keppt verður í stórsvigi og samhliðarsvigi í nokkrum flokkum.
Við bryddum upp á nýjungum í ár og verður einnig liðakeppni.
Mótsreglur:
Allar þær kempur sem náð hafa 30 ára aldrinum mega skrá sig til leiks.
Gerð verður undfntekning fyrir kempur á aldrinum 25-29 ára sem hættu keppni fyrir að minnsta kosti 2 árum.
Liðin verða að standa af 4 kempum eða 2 körlum og 2 konum
Mótsgjald verður auglýst síðar
Dagskrá:
Föstudagurinn 5. Mars
19:00 - 21:00 Létt skíðaæfing í braut -startæfing
21:00 ,,Farastjórafundur" í Skíðahóteli -léttar veitingar í boði
Laugardagurinn 6. Mars
9:30-9:45 Brautarskoðun - karlar og konur
10:00 Start - konur byrja og svo karlar strax á eftir
11:30 Start síðari ferð - konur byrja og svo karlar strax á eftir
13:00-14:00 Lunch í tjaldi fyrir ofan skíðahótelið
14:30 Samhliðasvig - skoðun og skafa brautir
14:45 Start samhliðasvig
16:00 Áætluð mótslok
16:30 After ski á Bryggjunni
20:00 Lokahóf á Strikinu/Pósthúsbarnum -kvöldverður, verðlaunaafhending og skemmtun fram eftir nóttu
Hóptilboð á helgarpössum í Hlíðarfjall, 2 dagar kr. 3.990,-
Verð fyrir skíðapassa á föstudagskvöldið verður auglýst síðar, fer eftir hversu margir mæta.
Fylgist með á www.skidakempur.blogcentral.is
Hlökkum til að sjá sem flesta á Kempumótinu, við lofum miklu stuði.
Skíðakveðjur,
Mótsnefndin