15.02.2017
Tveir keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur taka þátt í stórum alþjóðlegum mótum þessa dagana.
Andrea Björk Birkisdóttir er á meðal keppanda á HM í alpagreinum sem fer fram í St. Moritz í Sviss. Andrea Björk tók þátt í undankeppninni í stórsvigi á mánudaginn og hafnaði í 29. sæti á tímanum 2:08,22 mínútum. Eftir fyrri ferð var hún í 31 sæti og aðeins hársbreidd frá því að ná inn í viðsnúning sem hefði gefið henni rásnúmer 1 í fyrri ferð. Andrea keyrði mjög vel í seinni ferð en náði þó ekki að komast inn í aðalkeppnina þar sem hún endaði í 29 sæti en aðeins 25 keppendur af 74 komast þangað. Flottur árangur hjá Andreu á hennar fyrsta stórmóti.
Jökull Þorri Helgason er einnig á erlendri grundu, hann tekur þátt í Ólympíuleikum evrópuæskunnar sem fer fram í Tyrklandi. Í gær keppni Jökull í stórsvigi en náði ekki að ljúkja keppni í fyrri ferð. Það er sama á teningnum hjá Jökli sem er á sínu fyrsta stórmóti og því gott veganesti í reynslubankann.