Keppni hafin í svigi á Jónsmóti

Þá er keppni hafin í svigi á Jónsmóti 2008. Veður var ekki sem best fyrst í morgun en um leið og brautin var opnuð til skoðunar birti yfir og er nú komið hið ágætasta veður hér í Böggvistaðafjalli. Nokkur fjöldi áhorfenda er kominn í fjallið og er gaman að sjá hve mikið fleira fólk leggur leið sína í fjallið til að fylgjast með keppni þegar mótin fara fram í neðri hluta skíðasvæðisins.