Keppni í sprettgöngu hafin í Ólafsfirði

Keppni í sprettgöngu hér í Ólafsfirði er hafin á Skíðamóti Íslands. Ólafsfirðingar hafa lagt mikið á sig við gerð brautarinnar, sem verður að teljast mjög góð miðað við aðstæður. Sextán piltar eru skráðir í sprettgönguna, þar af tveir frá Akureyri, fjórir Ísfirðingar, átta Ólafsfirðingar, einn KR-ingur og einn gestakeppandi frá Noregi. Í kvennaflokki keppa átta stúlkur, sex frá Noregi, ein frá Ísafirði og ein stúlka frá Kanada. Fyrsta umferð í sprettgöngunni er búin og nú er verið að ganga frá uppröðun keppenda í næstu umferð. Fylgist áfram með keppninni hér á heimasíðunni....