Keppni í svigi lokið lokið.

Þá er keppni í svigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli lokið.Í karlaflokki varð Sigurgeir Halldórsson íslandsmeistari, annar varð Jakob Helgi Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur 19 brotum á eftir Sigurgeir og þriðji varð Einar Kristinn Kristgeirsson. Aðrir keppendur úr Skíðafélagi Dalvíkur urðu í eftirtöldum sætum. Unnar Már Sveinbjarnarson varð 9, Mad Björgvinsson 10, Þorsteinn Helgi Valsson 17, Arnór Reyr Rúnarsson 18 og Skúli Lorens Tryggvason 19. Mod Björgvinsson og Orri Fannar Jónsson luku ekki keppni í dag. Í kvennaflokki varð María Guðmundsdóttir íslandsmeistari, önnur varð Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir varð þriðja. Úrslitin í heild er hægt að sjá inn á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar skidi.is