13.09.2008
Keppni er nú lokið í Álfubikarnum. Síðasta greinin var svig en töluverð spenna var fyrir þessa síðustu keppnina þar sem Björgvin Björgvinsson Dalvík hefur átti í harðri keppni við Fredrik Nordh frá Svíþjóð. Hann hefur verið í sænska landsliðinu og evrópubikarliði þeirra undanfarin ár, hann kom með hópi Svía til Íslands og keppti hér á síðasta Íslandsmeistaramóti .
Aðstæður til keppni voru góðar færi hart og gott. Ungur Frakki Favre Arnaud hafði besta tímann eftir fyrri ferð en Björgvin hafði annan tíma eftir fyrri ferð. Fredrik Nordh gerði mistök í fyrri ferð og var langt frá sínu besta. Í seinni ferð náði Fredrik lang besta tímanum en innan við 1 sek skildi 7 fyrstu menn í seinn ferð. Björgvin endaði í fjórða sæti í svigkeppninni en með þessum góða árangri tryggði Björgvin Björgvinsson sér sigur í samanlagðri keppni um Álfubikarinn sem er samanlagður árangur í öllum greinum sem keppt er í á þessari mótaröð. Í samanlagðri keppni í svigi endaði Björgvin í 5. sæti , hann endaði í 2. sæti samanlagt í stórsvigi hann varð annar í risasvigi og vann samanlagt í tvíkeppni ( svigi og Risasvigi) , með þessum glæsilega árangri vann Björgvin samanlagða stigakeppni Álfubikarsins . Keppnin í ár var mun harðari en undan farin ár enda mikið af landsliðum með keppendur sem keppa í Evrópubikar við æfingar , aðstæður í ár hafa verið þær bestu í 15 ára en mikill snjór er í Ástralíu og Nýja Sjálandi .
Nánar á [link="www.ski.is"]www.ski.is[/link]