Keppt í Oslo.

Síðan á fimmtudag hefur verið keppt á FIS mótum í Oslo. Þrír Dalvíkingar taka þátt í þessari mótaröð en henni líkur með svigi í dag. Á fimmtudag var keppt í stórsvigi og þá lenti Björgvin Björgvinsson í 10. sæti, en Kristinn Ingi Valsson lauk ekki keppni en hann er kominn aftur af stað eftir meiðsli. Á föstudag var aftur keppt í stórsvigi en þá hafnaði Björgvin í 8. sæti Kristinn Ingi hafnaði í þvi 56. og Skafti Brynjólfsson í því 76. Í gær var síðan keppt í svigi og voru þeir félagar aftur með. Þá hafnaði Björgvin 12. sæti, Kristinn Ingi í því 36. en Skafti fór út úr í fyrri ferð.