30.08.2007
Íslensku alpagreinalandsliðsmennirnir kepptu á stórsvigsmóti á Nýja-Sjálandi í morgun, en mótið er liður í keppni um Eyjaálfubikarinn. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík endaði í sjötta sæti á mótinu, en á undan honum röðuðu sér keppendur frá Noregi og Bandaríkjunum. Gísli Rafn Guðmundsson Ármanni varð í 23. sæti og Árni Þorvaldsson Ármanni varð í 25 sæti og bættu þeir báðir punktastöðu sína. Stefán Sigurgeirsson frá Akureyri náði ekki að ljúka keppni.
Í frétt frá Skiðasambandi Íslands segir að Björgvin sé nú svo gott sem búinn að vinna samanlagt stórsvig í álfukeppninni, en það tryggir honum fast rásnúmer 31 í Evrópubikarkeppninni í stórsvigi á komandi vetri.