Keppt var í svigi á Topolinó í gær.

Arnór Reyr Rúnarsson náði ekki að klára svigið á Tompolínó leikunum í gær. Aðstæður til keppni voru ágætar og stóðu íslensku krakkarnir sig vel. María Eva Eyjólfsdóttir varð í 25. sæti, Alexía María Gestsdóttir í 30. sæti og Kristín Rut Gunnarsdóttir 35. sæti, hjá strákunum varð Sigurður Hauksson í 29. sæti. En eins og áður sagði kláraði Arnór Reyr Rúnarsson ekki og Arnar Ingi Kristgeirsson féll einnig úr leik. Í dag verður keppt í stórsvigi.