Kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2006 fer fram á morgun.

Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju föstudaginn 29.desember kl. 17:00. Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2006. Björgvin Björgvinsson, skíði Skíðafélag Dalvíkur Harpa Lind Konráðsdóttir, frjálsar íþróttir Ungmennafélagið Reynir Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson, körfubolti Ungmennafélag Svarfdæla Kristján Þorsteinsson, bridge Bridgefélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, golf Golfklúbburinn Hamar Sindri Vilmar Þórisson, sund Sundfélagið Rán Stefán Ragnar Friðgeirsson, hestaíþróttir Hestamannafélagið Hringur Viktor Jónasson, knattspyrna UMFS og Ungmennafélagið Reynir Greinargerð um Björgvin Björgvinsson: Tilnefning Skíðafélags Dalvíkur í kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2006 er Björgvin Björgvinsson. Björgvin hefur verið fastamaður í landsliði skíðamanna síðan 1995 og er nú í A landsliði SKI eins og undanfarin ár. Björgvin er mikill keppnismaður og gefur allt sem hann á í íþrótt sína og hefur síðustu ár náð árangri sem alla íþróttamenn dreymir um. Frammistaða Björgvins á síðustu árum er það góð að hann er á B styrk hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Undirbúningur Björgvins fyrir síðustu skíðavertíð miðaðist allur við stór verkefni en það voru keppnir í Evrópubikar, Heimsbikar og á Ólympíuleikum. Árangur Björgvins á árinu er frábær. Hann náði að bæta sig verulega á heimslista og nældi sér í um það bil 30 Evrópubikarstig. Þessi stig vann hann sér inn með því að vera innan við 30 í fjölmörgum Evrópubikarmótum sem hann tók þátt í. Hann vann einnig fjölmörg alþjóðleg mót (FIS) síðastliðin vetur og hefur meðal annar unnið eitt slíkt og orðið annar í öðru síðustu daga. Á Ólympíuleikunum sem fram fóru á Ítalíu í febrúar sl. varð hann í 22. sæti í svigi sem er frábær árangur hjá honum og um leið besti árangur sem íslenskur skíðamaður hefur náð á Ólympíuleikum fram til þessa. Á Skíðamóti Íslands sem haldið var hér á Dalvík varð hann þrefaldur Íslandsmeistari, í svigi og stórsvigi og þar með Íslandsmeistari í alpatvíkeppni. Samhliða Skíðamóti Íslands var FIS mótaröð, Icelandair Cup sem hann vann með glæsibrag. Þessa dagana er Björgvin við æfingar bæði hér heima og erlendis, en aðstæður hafa verið þannig síðustu vikur að hann hefur meðal annars getað nýtt sér aðstæðurnar hér í heimabyggð uppí Böggvisstaðarfjalli sem er frábært fyrir hann og skíðaáhugafólk hér á Dalvík. Framundan eru fjölmörg mót hjá honum erlendis en hæst ber þó Heimsmeistaramótið sem fer fram í Åre í Svíþjóð í febrúar nk. Skíðafélag Dalvíkur