Klóamót á föstudag

Föstudaginn 23. janúar 2009 verður haldið í Hlíðarfjalli Klóamót í stórsvigi fyrir aldurshópana 11 ára og eldri. Keppni hefst kl. 16:30 og er afhending númera í Strýtuhúsi klukkutíma fyrir keppni. Keppt verður í Norðurbakka. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 11 ára, 12 ára, 13 - 14 ára og 15 ára og eldri og síðan verður veittur bikar fyrir besta brautartímann. Klóamótið er opið fyrir alla þá sem æfa skíði og eru 11 ára eða eldri. Skráning þarf að berast fyrir hádegi á fimmtudag þann 22. janúar í síma 891-9107 Margrét eða á netfangið kloi@kloi.is Ath. skíðaiðkendur hjá SKA þurfa ekki að skrá sig sérstaklega. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Guðmundur og Margrét