14.03.2008
Á mánudag og þriðjudag verður haldið Klóamót í svigi fyrir alla aldurshópa. Dagskrá mótsins er hér.
Mánudaginn 17. mars og þriðjudaginn 18. mars 2008 verður haldið í Hlíðarfjalli Klóasvig fyrir alla aldurshópa.
Mánudaginn 17. mars verður mót fyrir aldurshópinn 9 ára og yngri. Keppni hefst kl. 17:00 og er afhending númera í Strýtuhúsi klukkutíma fyrir keppni. Keppt verður í Hjallabraut.
Þriðjudaginn 18. mars verður síðan kvöldmót fyrir 10 ára og eldri. Keppni hefst kl. 18:00 og er afhending númera í Strýtuhúsi klukkutíma fyrir keppni. Keppt verður í Norðurbakka.
Klóasvig er opið fyrir alla þá sem æfa skíði, á hvaða aldri sem þeir eru Skráning þarf að berast fyrir sunnudaginn 16. mars í síma 891-9107 Margrét eða á netfangið kloi@kloi.is. Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.