Kópaþrek 2012

Öllum skíðaiðkendum landsins á aldrinum 12-15 ára er hér með boðið að taka þátt (árg. 1997-2000) í Kópaþreki 2012. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er hugsunin á bak við Kópaþrekið að leyfa krökkunum að hittast, kynnast, taka þrekæfingar og keppa innbyrðis, bæði í hóp- og einstaklingsþrautum og síðast en ekki síst að skemmta sér saman eina helgi og þétta þannig hópinn, án skíða. Þetta er jafnt fyrir keppendur í alpa- sem og norrænum greinum. Dagskrá Kópaþreks 2012 Föstudagur 2. nóvember Kl. 18:00 Mæting í Breiðabliksskálann í Bláfjöllum Kl. 19:00 æfing Kl. 20:00 kvöldmatur Kl. 21:00 Kvöldvaka Kl. 23:00 háttatími Laugardagur 3. nóvember Kl. 8:00 morgunmatur Kl. 9:00 - 11:30 hópaæfingar Kl. 12:00 hádegismatur Kl. 13:00 - 16:00 þrektest í Smáranum Kl. 16:30 Óvissuferð Kl. 19:00 út að borða Kl. 21:00 kvöldvaka í skálanum, þar sem öll félög koma með eitt atriði hvert Kl. 23:00 háttatími Sunnudagur 4. nóvember Kl. 8:30 morgunmatur og svo gengið frá í skálanum. Kl. 10:00 brottför úr skála og niður í Smára. Kl. 10:45 létt útiæfing í Kópavogi Kl. 12:30 Hádegismatur í Smáranum, að loknum hádegismat er verðlaunaafhending, myndataka og slútt. Kl. 14:00 allir halda til síns heima. Skíðadeild Breiðabliks áskilur sér rétt til að breyta dagskránni. Upplýsingar um skráningu veitir steingerdur@simnet.is hjá Breiðablik.