Krister Kjölmoen er nýráðinn þjálfari Skíðafélags Dalvíkur.

Nýi þjálfarinn okkar heitir Krister Kjölmoen 27 ára strákur frá Tromsö í Noregi. Hann fluttist til Svíþjóðar 15 ára til að hefja nám og leggja allt kapp á skíðaæfingar í skíðaskólanum í Tarnaby sem er eins og öllum er kunnugt heimabær þeirra Ingimars Stenmark og Önju Parson. Þar var hann í 11 ár við nám, æfingar og keppni. Þar af fimm við Skíða-akademíuna í Tarnaby þar sem nemendur stunda fjarnám frá Háskólanum í Umea. Hann fluttist heim til Tromsö síðastliðið vor og hefur síðan unnið í sprotvörubúð Intersport á staðnum ásamt því að fylgja skíðamenntaskólanum í Narvík í æfingaferðir til sumaræfinga á jöklum. Enda náðust samningar við hann meðan hann var staddur í Stubaital í Austurríki með Narvíkurskólanum í þriggja vikna æfingaferð nýverið. Þess má til gamans geta að Tarnaby er Dalvíkingum ekki ókunnur en þar var Sveinn Brynjólfsson við æfingar og keppni í sama skóla og Krister í 3 ár og þangað fór hópur Dalvíkinga til æfinga um jólin 1996 með þáverandi sænskum þjálfara. Á myndasíðunni er mynd af Krister.