Kristinn 51. í stórsvigi

Kristinn Ingi lauk keppni í 51. sæti í stórsvigi á Heimsmeistaramóti unglinga í Maribor í Slóveníu í dag. Að sögn Kristins var hann nokkuð sáttur við fyrri ferðina en seinni ferðin olli honum ákveðnum vonbrigðum. Þegar þetta er skrifað vissi Kristinn ekki hvaða punktum 51. sætið mundi skila honum en hann giskaði á að það mundi vera á milli 50 og 60 punktar sem væri ekki bæting hjá honum. Spurður um aðstæðurnar sagði hann að bakkinn væri grjótharður og ekki markaði fyrir spori í honum, það skipti því litlu máli hvort menn störtuðu númer 1 eða 100, nema þá fyrir egóið. Hann startaði t.a.m. númer 67 í dag og sagði að ekki hefði séð á brautinni. Sagði Kristinn að nú væri verið að ræða um það að reyna að mykja bakkan aðeins fyrir morgundaginn en þá eiga stelpurnar að keyra stórsvig. Á morgun er svo svigið og á Kristinn að starta númer 76 þar. Kristján Uni startar númer 25. Hann átti góða seinni ferð í stórsviginu í dag eftir að honum hafði ekki gengið eins vel í fyrri ferð. Uni endaði í 46. sæti. Þess má til gamans geta að Kristinn vissi ekki þegar hann kom til Maribor að hann væri skráður í risasvig, frétti það við komuna kvöldið fyrir mótið. Hann var ekki með risasvigskíði meðferðis en dó ekki ráðalaus, heldur fékk lánuð skíði hjá Kristjáni Una og skellti sér í risasvigið. Því miður keyrði hann út neðarlega í brautinni eftir að hafa verið að keyra ágætlega framan af.