18.03.2004
Nú stendur norska meistaramótið í alpagreinum sem hæst. Í gær og í dag var keppt í bruni. Kristinn Ingi Valsson var meðal keppenda í bruninu þó hann hafi ekki lagt mikla áherslu á þá grein undanfarið.
Kristni gekk vel á æfingum á mánudag og þriðjudag, varð 29. á þriðjudagsæfingunni. Ekki tókst honum þó að fylgja þeim árangri eftir í mótinu á miðvikudaginn. Þar hafnaði hann í 51. sæti og var þá að keyra á u.þ.b. 2.5 sek. lakari tíma en hafði gert á æfingum. Í dag var svo annað brunmót og gekk það svolítið betur. Þar hafnaði Dandi í 41. sæti. Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið eins góður og æfingar gáfu til kynna var Dandi engu að síður að bæta punktastöðu sína í bruni á báðum þessum mótum.