Kristinn bætti punktastöðu sína í risasvigi

Kristinn Ingi hefur verið að keppa í risasvigi síðustu daga, bæði í Are í Svíþjóð og á "heimavelli" í Oppdal í Noregi. Í Are náði Kristinn 18. sæti en fékk aðeins 116,53 punkta fyrir það, sem er nokkkuð frá hans besta. Betur gekk á mótunum í Oppdal en í fyrra mótinu hafnaði hann í 19. sæti og fékk fyrir það 75,65 punkta og á seinna mótinu hafnaði hann í 22. sæti og uppskar 73, 49 punkta. Á báðum þessum mótum bætti hann punktastöðu sína en hann er með 84,18 punkta á punktalista FIS. Eins og fram hefur komið hér á síðunni heldur Kristinn í Frakklands á morgun, miðvikudaginn 3. mars, og munum við flytja fréttir af honum þaðan eins fljótt og auðið er. BJV