Kristinn Björnsson Íslandsmeistari í svigi

Kristinn Björnsson endaði feril sinn sem skíðamaður með stæl þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í svigi á Skíðamóti Íslands hérna rétt áðan. Hann skíðaði seinni ferðina af miklu öryggi og skákaði félaga sínum frá Ólafsfirði, Kristjáni Una Óskarssyni, sem tryggði sér silfurverðlaunin. Kristinn fékk samanlagðan tíma 1:51:93 mín. Kristján Uni fékk samanlagðan tíma 1:52:58 mín. Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR náði bronsverðlaununum á samanlögðum tíma 1:54:41. Fjórði varð Kristinn Magnússon Akureyri á samanlögðum tíma 1:54:95 og fimmti Ingvar Steinarsson, Akureyri, á samanlögðum tíma 1:55:04.