Kristinn Ingi á heimleið

Betur fór en á horfðist með meiðsli Kristins Inga Valssonar sem slasaðist á æfingu í Björli í gær. Í fyrstu var haldið að krossbönd í hné hefðu slitnað en við rannsókn í Lillehammer kom í ljós að aðeins er um tognun að ræða. Þetta setur þó strik í undirbúning og keppni hjá Kristni því hann er nú á heimleið, en hann þarf nokkurra daga hvíld og síðan sjúkraþjálfun til að komast aftur á skíðin. Aðspurður sagðist hann í gær vonast til að komast á skíði í Böggvistaðafjalli fyrir jólin til léttra æfinga og geta haldið út ásamt félögum sínum í skíðalandsliðinu strax eftir áramót. Við óskum Kristni góðs bara og vonum að þessi áætlun hans gangi eftir.