Kristinn Ingi á leið til Frakklands

Kristinn Ingi Valsson mun halda til Frakklands í byrjun mars til að taka þátt í nokkrum mótum þar. Kristinn hefur verið valinn til fararinnar, af þjálfara sínum, ásamt tveimur öðrum strákum í Oppdal og tveimur frá Osló. Að sögn Kristins er lítið um að vera í mótahaldi í Noregi sem stendur og því verða þessir fimm keppendur sendir niður til Frakklands til að komast á "alvöru mót" eins og Kristinn orðaði það. Um er að ræða fimm svigmót og eitt stórsvig á þremur stöðum í Frakklandi. Kristinn heldur til Frakklands þann 3. mars og snýr aftur til Noregs þann 11. mars. Það má svo bæta við þetta í lokin að Kristinn er væntanlegur til Íslands í lok mars. Hann mun keppa á FIS mótum í Reykjavík strax og hann kemur til landsins og halda svo rakleitt til Ísafjarðar til keppni á Skíðamóti Íslands sem fer fram þar dagana 30. mars til 2. apríl. BJV