Kristinn Ingi frá æfingum og keppni.

Kristinn Ingi Valsson úr Skíðafélagi Dalvíkur varð fyrir því óhappi á dögunum að brjóta í sér viðbein á æfingu í Oppdal þar sem hann er í skóla. Það er ljóst að hann verður frá æfingum og keppni að minsta kosti fram í miðjan febrúar. Við vonum að hann verði fljótur að ná sér á strik og geti hafið æfingar að nýju því hann var í góðu formi þegar hann meiddi sig og var búinn að standa sig vel á mótum sem hann tók þátt í.