03.02.2004
Kristinn Ingi, Snorri Páll og Kári Brynjólfsson tóku þátt í svigmóti í Hurdal í Noregi í gær.
Kristinn Ingi hafnaði í 7. sæti en mjög litlu munaði á tíma hans og næstu tveggja fyrir ofan. Kristinn átti mjög góða seinni ferð og var með besta tíma allra keppenda í þeirri ferð. Með þessum árangri bætti Kristinn enn punktastöðu sína, en hann hlaut 42,37 punkta.
Snorri Páll Guðbjörnsson skilaði sér í 37. sæti og fékk fyrir það 100,70 punkta sem er besti árangur hans í svigmóti til þessa.
Kári Brynjólfsson náði ekki að klára fyrri ferð að þessu sinni.
BJV