Kristinn Ingi rýfur 40 punkta múrinn!!!

Kristinn Ingi rauf 40 punkta múrinn á móti í Val Cenis í Frakklandi í dag. Kristinn hafnaði í 22. sæti í svigi og fékk 37.44 punkta sem er lang besti árangur Kristins til þessa, en hann er með 43,82 punkta á nýjasta punktalista FIS. Kristinn á enn eftir tvö mót í Frakklandi áður en hann heldur til Noregs en þar mun hann taka þátt í norska unglingameistaramótinu áður en hann kemur heim fyrir páska.