20.01.2002
Kristinn Ingi Valsson tók þátt í tveimur brunmótum í Noregi á föstudag og laugardag. Á föstudag endaði hann no 52. Á laugardag keppti hann síðan aftur í bruni en féll í miðri braut á mikilli ferð og lenti í öryggisneti en slapp með skrekkin. Í dag keppti hann í risasvigi en var ekki alveg heill eftir byltuna í gær en endaði í 41. sæti af 98 keppendum,hann var með rásnumer 90. Í samtali við Kristinn í dag sagðist hann vera á leið til Rjukan þar sem hann ætlar að taka því rólega næstu daga og jafna sig eftir byltuna.
Harpa Rut Heimisdóttir og Björgvin Björgvinsson eru stödd í Svíþjóð en á morgun og þriðjudag taka þau þátt í tveimur svigmótum þar.
Björgvin keppti í stórsvigi í Sviss í gær og fyrradag en fór út úr í báðum mótunum. Til stóð að hann tæki þátt í heimsbikarmóti í svigi í Austurríki á þriðjudag en það passaði illa við hans plön og því hélt hann til Svíþjóðar eins og áður sagði.