30.09.2003
Það er allt gott að frétta af Kristni Inga Valssyni sem er í skóla í Oppdal í Noregi. Hann hefur verið við æfingar á Juvass við frekar erfiðar aðstæður en segist samt sem áður hafa verið að skíða vel. Sérstaklega hefur honum gengið vel í sviginu en segir að stórsvigið hafi gengið ágætlega. Eins og fram hefur komið var síðastliðin vetur honum erfiður en Dandi segist vera í góðu standi þessa dagana og alveg sloppið við meiðsli fram að þessu. Það sem er framundan hjá honum er að hann fer aftur á Juvass 6. oktober og síðan er ferðinni heitið til Austurríkis. Þar verður hann á skíðum á Hintertuks til 26 október. Dandi sagði að Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði færi líka og verða því þeir félagarnir á sama tíma á Hintertuks og landsliðið og hitta þá Bjögga og Skafta.