Kristinn Ingi Valsson Íslandsmeistari í samhliða svigi.

Kristinn Ingi Valsson, Dalvík,Silja Hrönn Sigurðardóttir,Austra urðu í dag Íslandsmeistarar í samhliða svigi. Keppni hófst kl. 9.30 og var æsispennandi þrátt fyrir að veður væri erfitt á köflum. Í lokaviðureigninni mætti Silja Hrönn Kristrúnu Maríu Björnsdóttur frá Akureyri en Kristinn Ingi mætti Sigurgeir Halldórssyni frá Akureyri. Björgvin Björgvinsson, Dalvík, og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akureyri, sem bæði hampa þreföldum Íslandsmeistaratitli á þessu móti, hættu bæði keppni.