Kristinn Ingi Valsson náði bestum árangri okkar manna á Skíðamóti Íslands

Líkt og í FIS-mótunum fyrir Skíðamót Íslands var gegni okkar manna á Skíðamótinu nokkuð misjafnt. Bestum árangri okkar manna þar náði Kristinn Ingi Valsson. Eftir miklar hrakfarir í FIS-mótunum á undan náði Dandi að sýna hvað í honum býr. Á föstudaginn lenti hann í 3. sæti í stórsvigi eftir að hafa verið með annan besta tímann eftir fyrri ferð. Hann lenti í smá erfiðleikum í þeirri síðari sem kostuðu hann annað sætið en engu að síður mjög góður árangur hjá Danda. Á laugardaginn bætti hann svo um betur þegar hann hafnaði í 2. sæti í svigi og tryggði með því einnig annað sætið í alpatvíkeppni. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá Kristni Inga og sýnir ásamt punkta stöðu hans á FIS-listanum að hann er á gríðarlegu skriði í vetur og er að festa sig í sessi sem einn af fremstu skíðamönnum landsins. Björgvin Björgvinsson náði ekki að fylgja eftir góðu gengi á FIS-mótunum fyrir landsmótið. Hann náði hvorki að ljúka keppni í svigi né stórsvigi á landsmótinu, sem er miður fyrir mótið í heild. Skapti Brynjólfsson reyndi að hrista af sér meiðsladrauginn en því miður virðast þessi þrálátu bakmeiðsli ætla að koma í veg fyrir það að Skapti nái sér á strik, í vetur að minnsta kosti. Snorri Páll Guðbjörnsson hélt áfram að gera góða hluti og fylgja eftir árangri sínum á FIS-mótunum. Snorri hafnaði í 7. sæti í stórsvigi Íslandsmótsins og bætti þar enn punktastöðu sína þegar hann fékk 86.92 punkta. Í sviginu lenti svo Snorri í 5. sæti og fékk fyrir það 84.53 punkta sem er betra en hann er með á nýjasta FIS-listanum. Kári Brynjólfsson náði hvorki að klára í svigi né stórsvigi en átti hins vegar mjög góða fyrri ferð í stórsviginu. Í seinni ferðinni hlekksist honum hins vegar á neðalega í brautinni þegar hann var búinn að skíða vel og komast vel frá köflum í brautinni þar sem fjölmargir aðrir keppendur höfðu átt í nokkurm vandræðum. En því miður eru hlutirnri fljótir að gerast á skíðunum og þegar allt það erfiðasta var að baki hjá Kára féll hann úr keppni