Kristinn Ingi Valsson tók þátt í norska meistaramótinu um helgina.

Norska Unglingameistaramótið fór fram um helgina og þar var Kristinn Ingi Valsson meðal keppenda. Á laugardaginn var keppt í stórsvigi og hafnaði hann í 17. sæti eftir að hafa hlekkst á í fyrri ferð. Í seinni ferðinni varð hann aðeins 0.55 sekundu brotum á eftir sigurvegaranum sem er frábært hjá honum. Í gær var keppt í svigi og hafnaði hann í 6. sæti og að hans eigin sögn eftir að hafa verið í vandræðum í báðum ferðum. Kristinn er svo á heimleið á föstudag og stefnir á að keppa á Bikarmóti Domino´s sem haldið er í Hlíðarfjalli um næstu helgi.