Kristinn keyrði út úr í risasviginu

Í dag var keppt í risasvigi á Heimsmeistaramóti unglinga í Maribor í Slóveníu. Þetta var fyrsti keppnis dagur Kristins Inga og fór hann ekki alveg eins og vonir stóður til. Kristinn keyrði út úr neðarlega í brautinni en Kristján Uni náði að klára í 49. sæti. Á morgun er stórsvig og mun Kristinn starta númer 67 en Kristján Uni númer 51. Keppt verður í sama bakka og brunið og risasvigið var keyrt í og er hann enn mjög góður, harður og fínn. Að sögn Óskars fréttaritara er Dandi fínu formi og spenntur fyrir framhaldinu. Keppt verður í svigi á laugardaginn