Kristinn Magnússson Íslandsmeistari í alpatvíkeppni karla

Kristinn Magnússon, Akureyri, hlýtur gullverðlaunin í alpatvíkeppni karla. Þetta varð ljóst eftir að reiknimeistarar höfðu legið yfir tölum síðdegis í dag. Kristinn hlaut 15,38 punkta fyrir svigið í dag og 14,22 punkta fyrir stórsvigið í gær, samtals 29,60 punkta. Annar í alpatvíkeppninni varð Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði. Hann hlaut 3,31 punkt fyrir svigið í dag og 30,82 punkta fyrir stórsvigið í gær, samtals 34,13 punkta. Þriðji í alpatvíkeppninni varð Jóhann Friðrik Haraldsson,KR, Ingvar Steinarsson, Skíðafélagi Akureyrar, varð fjórði og Steinn Sigurðsson, Ármanni fimmti.