Vetur konungur er farin að minna á sig hressilega og við bregðumst við því. Í fréttum hjá okkur er það helsta að við munum opna svæðið um leið og færi gefst, vonandi strax í upphafi desember en við ráðum því víst ekki ein, við sjáum hvað náttúran segir um það :-)
En það er allt að verða klárt, troðarinn fer á beltin fljótlega og brátt munu snjóbyssurnar taka sína staði upp í fjalli klárar í vinnu.
Það verður engin hækkun á verðskrá hjá okkur og vonandi erum við sem þjóð að ná góðum tökum á Covid19, takist það er fátt sem kemur í veg fyrir frábæran skíðavetur.
Sú nýjung verður í boði í vetur að hægt verður að greiða fyrir notkun á göngubrautinni, við munum selja vetrarkort á 8000 og 500 krónur fyrir staka ferð. Þeir sem versla vetrarkort í fjallið fá að sjálfsögðu aðgang að brautinni með.
Við komum fljótlega með fréttir af æfingatöflum, opnunartíma og nýjungum því tengdu.
Hlökkum til að taka á móti ykkur.