20.03.2002
Á morgun fimmtudag bíður landsmótsnefnd til ferðar um landsmótssvæðið til kynningar á Skíðamóti Íslands 2002.
Dagskráinn ef eftirfarandi:
13:00. Mæting í flug til Akureyrar.
13:30. Brottför frá Reykjavík.
14:20. Brottför frá Akureyrarflugvelli til Ólafsfjarðar.
15:10. Komið til Ólafsfjarðar í Skíðaskálann í Tindaöxl, dagskrá í Ólafsfirði kynnt og brautarstæði svigbrautar skoðað, göngubraut og staðsetning sprettgöngu skoðuð. Páskadagskrá liggur frammi.
15:45. Snjósleðaferð. Ekið inn Skeggjabrekkudal, upp í Sandskarð þar sem útsýni er gott yfir í Héðinsfjörð.
16:40. Brottför til Dalvíkur.
16:55. Komið í Skíðaskálann Brekkusel þar sem dagskrá Skíðamóts Íslands á Dalvík verður kynnt og aðstæður í Böggvisstaðafjalli skoðaðar frá Brekkuseli og á mynd.
Mótið kynnt.
Páskadagskrá liggur frammi.
17:50. Ferð með Sjóferðum. Sigling út á fjörðinn.
18:30. Veitingar í turni Sundlaugar Dalvíkur.
19:20. Brottför fá Dalvík til Akureyrar. Áætlaður komutími á flugvöll 19:50. Brottför 20:10