Landsliðsmenn til Ástralíu.

Þeir Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson frá Dalvík, Kristján Uni Óskarsson og Sindri Már Pálsson lögðu í dag af stað til Ástralíu þar sem þeir koma til með að dvelja við æfingar og keppni í um fjórar vikur. Fyrstu mótin verða í Mt. Hotham 22.-25. ágúst í svigi og stórsvigi, en þar er nú nægur snjór eins og sjá má á vefmyndavélum á heimasíðu svæðisins, www.mthotham.com.au. Dagana 30.-31. ágúst keppa þeir í svigi í Mt. Buller en það mót er hluti af Ástralíu-Nýja Sjálandsbikarnum, www.mtbuller.com.au. Á Nýja Sjálandi verða risasvigsmót í september en þar kemur Sindri Már til með að taka þátt.