Laugardagur stór dagur. FYRIR ALLA

Á morgum laugardag ættlum við að hafa stóran dag. Við verðum með svig hjá 10 ára og eldri, stórsvig hjá 9 ára og yngri og einnig stubbabraut fyrir þau yngstu. Þá ættlum við að bjóða foreldrum að mæta og kenna þeim að taka videó, hvernig á að staðsetja við brautir og fleira. Þá munum við einnig fara í grunnatriði í carving skíðun fyrir þá sem áhuga hafa. DAGSKRÁ: kl. 1300 mæting hjá öllum brautir lagðar. Kl. 1400 videó stutt kynning. Síðan haldið í brekku og myndað Allir sem eiga videóvélar mæti með þær. Þegar búið er að mynda og taka saman verður stutt yfirferð í carving skíðun. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja eignast myndir af börnunum á skíðum.