Leiktímar 2009

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi leiktíma eftir áramót og skipta þeim í stelpu- og strákahóp, fyrsti leiktíminn á nýju ári er 5. janúar. Leiktími 1 verður strákatími á þriðjudögum og fimmtudögum frá 15:00-16:00, og leiktími 2 verður stelputími á mánudögum og miðvikudögum frá 16:15-17:15. Ef börnin komast einhverra hluta vegna ekki í sinn tíma þá er ekkert sjálfsagðara en að bregða útaf laginu og mæta í næsta leiktíma þó svo að um stelpu eða stráktíma sé að ræða. Gott er að börnin nái að mæta í sína 2 tíma í viku. Munið svo að mæta tímanlega það auðveldar öllum. Vonandi gefst þetta vel og endilega hafið samband ef eitthvað er. Sjáumst hress á nýju ári:-) Áramótakveðja Harpa Rut