Lesið af hitaveitumælum.

Í dag luku félagar úr Skíðafélagi Dalvíkur við að lesa af hitaveitumælum fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Þetta er í fjórða skipti sem félagið sér um aflestur fyrir veituna og er þetta ein af fjáröflunun félagsins. Þess má einnig geta að Skíðafélagið hefur mörg undanfarin ár séð um að reisa fjallgirðingar fyrir Dalvíkurbyggð ofan Dalvíkur á vorin og fella þær síðan á haustin og er þetta einnig einn liður í fjáröflununum okkar.