04.04.2002
Nú eru línur teknar að skýrast í sprettgöngukeppni Skíðamóts Íslands hér í Ólafsfirði. Átta karlar eru eftir og fjórar konur. Karlarnir sem komnir eru áfram í átta manna úrslit eru Akureyringarnir Helgi Heiðar Jóhannesson og Andri Steindórsson, Ólafsfirðingarnir Hjörvar Maronsson og Ólafur H. Björnsson, Ísfirðingarnir Markús Þór Björnsson, Ólafur Th. Árnason og Jakob Einar Jakobsson og Norðmaðurinn Öyvind Olstad.
Konurnar fjórar í undanúrslitum eru Ailsa Eyvindsson, Elsa Guðrún Jónsdóttir og Hanna Dögg Maronsdóttir Ólafsfirði og Sandra Dís Steinþórsdóttir Ísafirði.
Næstu upplýsingar að lokinni næstu umferð...