30.01.2006
Í dag er skíðasvæðið lokað vegna lagfæringa. Okkur vantaði sárlega snjó við neðri lyftuendann og ákváðum að redda okkur eins og oft áður með snjó sem fluttur er á staðinn.
Nokkuð hefur tekið upp en engin hætta er eins og staðan er í dag að við verðum snjólaus. Í neðri brekkunni er framleiddi snjórinn að sanna sig enn og aftur og ekkert fararsnið virðist á honum og í efri lyftunni eru aðstæður fínar.
Æfingar hjá 5 bekk og yngri falla niður í dag en eru samkvæmt æfingatöflu hjá 6 bekk og eldri. Á morgun verða æfingar samkvæmt æfingatöflu hjá 2 bekk og eldri en ekki hefur verið ákveðið hvort leiktíminn verður en upplýsingar um það verða á símsvaranum 8781606 um hádegi á morgun.