26.04.2005
Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur verður haldið 28. og 29.apríl í Brekkuseli og verður tvískipt.
Lokahóf 5.bekkjar og yngri (Leiktíma, 2.-3.bekkjar og 4.-5.bekkjar) verður haldið fimmtudaginn, 28.apríl, kl.17:30 til 19:30.
Lokahóf 6.bekkjar og eldri verður haldið föstudaginn, 29.apríl, kl.19:00 til 21:00.
Til stendur að aðili frá Útilíf verði á staðnum á fimmtudag og taki niður pantanir á Rossignol skíðabúnaði. Þeir sem þurfa að endurnýja skíðabúnað eru hvattir til að panta hann þennan dag og með því fá verulegan afslátt.
Nánari upplýsingar um tíma verða hér á heimasíðunni á miðvikudagskvöld eða hjá Óskari í síma 8983589.