16.06.2002
Lokahóf Skíðafélagsins var með seinna móti að þessu sinni.
Ástæðan var sú að ákveðið var að láta útbúa verðlaunapeninga fyrir alla þá sem stunduðu æfingar hjá félaginu í vetur í tilefni 30 ára afmæli félagsins en 11. nóvember næstkomandi eru 30 ár frá stofnun félagsins.
Fjölmargir krakkar og foreldrar lögðu leið sína í Brekkusel sunnudaginn 9. júní í blíðskaparveði.
Hófið var tvískipt því Brekkusel rúmar ekki alla í einu og mættu yngri börnin kl. 15:00 og þau eldri kl. 17:30.
Foreldrafélagið sá um veitingar að vanda og krakkarnir horfðu á video og fóru í leiki. Nýráðinn þjálfari Skíðafélags Dalvíkur Guðný Hansen mætti á staðinn og spjallaði við yngri krakkana.
Hápunktur hófsins hjá eldri hópnum er þegar kemur að bikarútnefningum fyrir síðasta vetur.
Sveinn Torfason sem er þjálfari eldra liðsins og alprgreinanefnd velja þá sem fá bikarana til varðveislu til eins árs. Bikarhafarnir fá einnig grip til eignar.
Eftirtaldir aðilar fengu bikarana fyrir árið 2001-2002.
Sveinn afhenti bikarana og sagði frá ástæðu útnefningarinnar.
Dugnaðarbikar.
Um þennan bikar eins og oft áður komu allir til greina. Allur hópurinn hefur verið duglegur hvort sem um starf við móthald eða á æfingum hefur verið um að ræða. Í ár veitum við bikarinn fyrir dugnað í starfi Skíðafélagsins, þ.e. við mótahald og einnig fyrir dugnað við aðstoð á æfingum.
Dugnaðarbikar fær Trausti Hilmisson
Óvæntasta afrekið.
Sá er þennan bikar hlýtur í ár hefur verið í stöðugri sókn sl. 2 ár. Framfarir hafa ekki látið á sér standa og sama er að segja um úrslitin. Hann var seinn í gang í vetur en toppaði á réttum tíma. Á Unglingameistaramóti Íslands sem fram fór á Akureyri gekk allt upp og vann hann til þriggja Íslandsmeistaratittla sem kom skemmtilega á óvart.
Bikarinn fær Kári Brynjólfsson
Framfarabikar.
Nokkrir voru tilnefndir til þessara bikars, en sá er þótti hafa skilað mestum framförum hefur verið á hraðri siglingu sl .ár og bætt sig stöðugt á hverju tímabili. Í vetur hefur hann sýnt að með góðri mætingu og einbeytningu á æfingum þá láta framfarir ekki á sér standa. Tæknilega hefur hann bætt sig mikið. Það sýndi hann á einskata mótum að hann hefur ekki sagt sitt síðasta í skíðaíþróttinni
Bikarinn hlýtur Snorri Páll Guðbjörnsson
Ástundunarbikar.
Um þennan bikar þarf ekki að halda langa tölu, þó svo að allir hafi verið duglegir að mæta á æfingar bæði sumar, haust og vetur þá er einn aðili sem hefur staðið upp úr hvað mætingar varðar, með nánast fullan pott en það er
Íris Daníelsdóttir
Afreksbikar
Sá er bikarinn hlýtur í ár hefur skarað framúr í skíðaíþróttinni á Íslandi sl. ár. Hann er Íslands besti skíðamaður og er gaman að geta flaggað því á 30. ára afmælisári Skíðafélags Dalvíkur að í okkar röðum sé besti skíðamaður Íslands. Með góðri fammistöðu á alþjóðamótum erlendis bætti hann punktastöðu sína á heimslista, tók þátt í Ólýmpíuleikunum í Salt Lake City. Hann er Íslandsmeistari í Stórsvigi karla, Sigurvegari í Icelandair Cup og lengi mætti telja
Afreksbikarinn hýítur Björgvin Björvinsson.