Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur verður haldið föstudaginn 30. apríl kl. 17:30 í Bergi menningarhúsi Dalvíkurbyggðar. Hófið er opið fyrir alla sem æfðu skíði í vetur og viljum við hvetja foreldra til að mæta með börnum sínum. ATH foreldrar sem eiga myndir á tölvutæku formi frá starfinu í vetur eru beðnir að setja sig í samband við Daða Valdimars sem fyrst, við ætlum að reyna að setja saman myndasýningu fyrir hófið.