Lokahóf Skíðafélagsins Dalvíkur

Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur verður 15. maí í Brekkuseli. Fyrir 12 ára og yngri frá kl. 17:00 til 18:30 og fyrir 13 ára og eldri frá kl. 19:00 til 20:00. Meðal annars verða grillaðar pylsur og ratleikur verður fyrir 12 ára og yngri. Við hvetjum alla krakka til að mæta og slútta með okkur eftir frábæran vetur en til gamans má geta þess að skíðasvæðið var opið í 130 daga.